mánudagur, október 24, 2005

Samstaða kvenna

Jæja nú toppuðum við aftur eins og fyrir 30 árum. Við erum frábærar við konur. Alltaf komum við á óvart. Það er nú engin smásamstaða að 50 þús konur (og karlar) komi saman til að styðja ákveðið málefni "jafnrétti kynjanna". Ég er stolt af konunum og þetta er allt að koma vona ég. Launaleyndina burt núna það er mikilvægt og fleiri konur í stjórnunarstöður - a.m.k. 50% og þá koma öðruvísi stjórnunarhættir fram í dagsljósið, þótt ekki sé hallað á karlmenn í þessum málum. Það sýndi sig í dag að við gerum þetta allt saman í rólegheitunum og með friði og spekt enda hafði lögreglan ekkert að gera nema að stugga við of mörgum bílum.
Ég ætla nú ekki að fjalla meira um þetta, því nóg er komið í dag af þessum málaflokki. En ég er ósköp glöð með afrakstur dagsins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home