þriðjudagur, október 18, 2005

Hvaða myndir sá ég?

Jú ég gleymdi að tíunda myndirnar í dag sem ég fór á en þær voru Clean eða Hrein eftir Olivier Assayas sem er frönsk/bresk/canadisk mynd og fjallar um eiturlyf, einstæða móður og tilraunir til að fá son sinn 6 ára aftur í sína umsjá. Nokkuð góð.
Svo var það teiknimyndin Töfrakastali Howls sem er japönsk mynd eftir leikstjórann Hayao Miyazaki. Það tók fjögur ár að vinna myndina og var hún mjög góð en ekki við hæfi ungra áhorfenda. Ég fór nefninlega með 4 ára sonarson minn á hana og það þurfti að fara út með hann undir lokin því hávaðinn var svo mikill og lætin að allt ætlaði um koll að keyra. Rosalega vel gerð og flott mynd.

Something like happiness sá ég líka en það er tékknesk/þýsk mynd eftir Bohdan Sláma og gerist í nágrenni efnaverksmiðju. Hún fjallar einnig um eiturlyf og geðveiki. En myndin var mjög góð og lýsti lífi nokkurra einstaklinga á mjög sannfærandi hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home